Um okkur

Livio Reykjavík hóf starfsemi sína í febrúar 2016.  Fyrirtækið var sett á laggirnar af íslenskum sérfræðingum með áralanga reynslu af rannsóknum og meðferð á ófrjósemi.
Livio Reykjavík er hluti af Livio samsteypunni sem er í forystu á sviði glasafrjóvgunarmeðferða á Norðurlöndunum.

Markmið og framtíðarsýn

Markmið okkar hjá Livio eru fyrst og fremst að taka á móti og hjálpa fólki sem er að kljást við ófrjósemi. Við viljum veita öllum sem til okkar leita góða og faglega þjónustu sem og persónulegt og hlýlegt viðmót. Við bjóðum uppá einstaklingsmiðaða meðferð þar sem tekið er tillit til heilsufarslegra forsendna sjúklingsins, þeirrar tækni sem aðgengileg er og gildandi laga.

Gæði og viðhorf

Livio leggur sig fram við að bjóða upp á meðferðir í hæsta gæðaflokki og með árangri eins og best þekkist í heiminum. Við bjóðum sannreynd meðferðarúrræði innan IVF og metum nýjar tæknilausnir í athugunum okkar og rannsóknum. Gæðakerfið okkar er vottað sakvæmt ISO 9001 staðli. Við leggjum áherslu á stöðuga þróun gæðakerfisins, vinnum eftir skráðum verkferlum og leggjum mikla áherslu á þjálfun starfsfólks.

Allt starfsfólk okkar er bundið þagnarheiti um allt er varðar hagi þess fólks sem það sinnir. Jafnframt viljum við beina því til þeirra sem okkur sækja að geyma það með sjálfum sér sem þeir kunna að sjá og heyra er varðar aðra.